Sensa verður á UT messunni 3. – 4. febrúar næstkomandi og vonumst við til að sjá sem flesta í 15 ára afmælisveislu

Föstudagur 3. febrúar:

Patrick Grillo, sölu- og markaðsstjóri hjá Fortinet, verður einn af aðalgestafyrirlesurum UT messunnar. Hann mun fjalla um IOT (Internet of Things) og er með áhugaverðan vinkil á því efni. Fyrirlesturinn heitir: The Internet of Very Bad Things: Good, Bad or just Plain Ugly og hefst kl. 8:45.

Haukur Þórðarson, CCIE hjá Sensa, verður með fyrirlestur um hugbúnaðarstýrð netkerfi og hvernig hægt er að nýta sér þessa þjónustu betur í framtíðinni: Hvaða þjónusta hentar í hugbúnaðarstýrð netkerfi (SDN)? Hann verður á rekstrar-línunni í Kaldalóni kl. 16:20.

Sensa verður með nýjustu græjuna frá Cisco, sem er Cisco Spark Board samvinnulausn

Cisco Spark Board er snertiskjár sem leysir af hólmi hin hefðbundnu fundarherbergi með einum skjá. Hægt er að deila á skjáinn þráðlaust, nota hann sem e.k. tússtöflu (e. whiteboard), fletta skjölum á skjá, halda myndfundi o.fl. Cisco Spark Board er heildar samvinnulausn sem stuðlar að aukinni framleiðni og hraðari ferlum.

Hægt er að koma og skoða lausnina með sérfræðingum frá Cisco sem verða með kynningar yfir daginn.

Snertiskjárinn var heimsfrumsýndur í London fyrir nokkrum dögum og var svo sendur til Sensa fyrir UT messuna.

CMX (Connected Mobile Experience) - einskonar hitakort (e. Heat Map) af Hörpunni

Við munum sýna á skjá kerfi sem birtir upplýsingar úr WiFi kerfi Hörpu

Staðsetningar notenda/tækja

Hitakort af fjölförnustu svæðum

Kerfið tengir frítt WiFi (Hotspot) við samfélagsmiðla, t.d. Facebook.

Hægt er að sjá tölfræði um notkun

Gott dæmi um notkun á WiFi upplýsingum er viðverukerfi Sensa sem verður sýnilegt í Hörpu

Kynning verður í gangi allan daginn og hægt að koma og fylgjast með umferðinni í Hörpu.

Eftir kl. 16:30 á föstudag verða drykkir og léttar veigar í boði. Þá verður boðið uppá STUÐ með Human-Human tæki frá Brainboards. Þar gefst gestum tækifæri á að prófa tækið sem virkar þannig að tveir einstaklingar eru tengdir saman og annar strjórnar hreyfingum hins.

Laugardagur 4. febrúar:

Sensa 15 ára - blöðrur, gotterí og stemmning!

Blöðrugaurinn verður á staðnum frá kl. 14 - 16.

Sérfræðingar Sensa

Bæði föstudag og laugardag er hægt að koma og heimsækja okkur á Sensa básinn til að ræða við sérfræðinga okkar. skýjaVIST, Iaas, Linux, Mac-vélar, netkerfi, samvinnulausnir, hýsing- og rekstur, öryggismál eða hvað sem helst. Við hlökkum til að sjá þig!